Mohamed Salah, einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Liverpool, mun mögulega missa af átta leikjum liðsins á nýju ári.
Salah er á leik á Afríkumótið með þjóð sinni Egyptalandi en keppnin hefst í Fílabeinsströndinni þann 14. janúar.
Salah gæti misst af allt að átta leikjum sem er ansi mikill skellur fyrir Liverpool í toppbaráttunni á Englandi.
Búist er við að Egyptaland komist úr riðlinum á þessu móti en útsláttarkeppnin hefst 28. og 29. janúar.
Ef Egyptaland kemst alla leið í úrslit mun Salah ekki vera til taks þar til eftir 11. febrúar.