fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Goðsögnin sökuð um hræsni í kjölfar ummæla sinna í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 12:00

Alan og Lainya Shearer / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alan Shearer hefur verið sakaður um hræsni eftir ummæli hans í kjölfar jafnteflis Newcastle gegn PSG í gærkvöldi.

Newcastle var grátlega nálægt því að vinna frábæran útisigur en allt kom fyrir ekki. Heimamenn voru mun meira með boltann í leiknum og fengu fleiri færi en það voru gestirnir frá Englandi sem komust yfir með marki Alexander Isak á 24. mínútu.

Undir blálokin fékk PSG hins vegar vítaspyrnu og úr henni skoraði Kylian Mbappe. Lokatölur 1-1.

Vítaspyrnudómurinn þykir afar umdeildur en boltinn fór af líkama Tino Livramento og þaðan í hönd hans, eitthvað sem væri til að mynda ekki talið hendi í ensku úrvalsdeildinni.

Shearer er goðsögn hjá Newcastle og var brjálaður eftir leik. „Gerðu mér greiða maður. Þvílíkt andskotans bull,“ sagði hann.

Netverjar voru ekki lengi að taka við sér í kjölfarið og þá sérstaklega stuðningsmenn Arsenal. Var Shearer sakaður um hræsni vegna ummæla hans fyrr á leiktíðinni eftir sigur Newcastle á Arsenal.

Þar var umdeildu sigurmarki Anthony Gordon leyft að standa.

„Vel gert dómari. Þú ert maðurinn,“ skrifaði Shearer þá.

Meira
Sjáðu atvikið í gær sem margir eru brjálaðir yfir – „Þvílíkt andskotans bull“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Í gær

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni
433Sport
Í gær

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn