fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Southgate ætlar að funda með Kobbie Mainoo

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins ætlar að funda með Kobbie Mainoo miðjumanni Manchester United á næstunni. Vill hann reyna að trygja að hann velji enska landsliðið.

Mainoo er 18 ára gamall og hefur spilað fyrir yngri landslið Englands en hann er einnig með ríkisborgararétt í Ghana.

Þaðan koma foreldrar hans en Mainoo hefur alla tíð búið í Manchester.

Mainoo byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag og átti ansi góðan leik í 0-3 sigri United á Everton.

Hafa forráðamenn United lengi beðið eftir því að Mainoo kæmi inn í aðalliðið félagsins en hann meiddist í sumar og gat því ekki byrjað fyrr en nú.

Southgate vill reyna að trygja að Mainoo velji enska landsliðið og ætlar sér að hitta hann á næstu dögum samkvæmt enskum blöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool þegar gluggalok nálgast

Bjartsýni hjá Liverpool þegar gluggalok nálgast
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze