fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Kristján reiður eftir ummæli Ólafs á dögunum – „Hann lýgur upp í opið geðið á þjóðinni“

433
Föstudaginn 24. nóvember 2023 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson fyrrum miðjumaður Breiðabliks er ósáttur við ummæli sem fyrrum þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson lét falla á dögunum.

Ólafur mætti þá í hlaðvarpsþáttinn Chess after Dark og talaði um tíma sinn sem þjálfari Breiðabliks. Ólafur vann fyrstu titlana fyrir Breiðablik í karlaflokki.

Ólafur tók við Breiðablik sumarið 2006 og stýrði liðinu í átta ár. Í þættinum sagði Ólafur að oftar en ekki hefðu leikmenn Blika mætt með Coke og rækjusamloku á æfingar.

Þetta segir Kristján að sé mesta þvæla sem hann hafi heyrt. „Þetta innantóma þvaður frá hinum mæta manni, Ólafi Kristjánssyni er honum til minkunnar. Hann lýgur upp í opið geðið á þjóðinni,“ sagði Kristján í Þungavigtinni í gær og var ansi heitt í hamsi.

Hann segir að Bjarni Jóhannsson sem var rekinn úr starfi þegar Ólafur tók við hafi ekki látið svona hluti ganga.

„Bjarni Jóhannsson kom með alvöru standard inn í félagið á undan honum, hann hafði unnið alla titlana með ÍBV og Fylki. Hann kemur í Kópavoginn eftir tíma í Grindavík, Bjarni lætur þig ekki mæta tveimur mínútum fyrir æfingu með kóla drykk.“

„Þarna er Ólafur að upphefja sjálfan sig, hann þarf að biðja mig og aðra leikmenn Breiðabliks á þessum tíma afsökunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England