fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Framtíð Sancho skýrist þegar nýi maðurinn mætir á svæðið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talið að framtíð Jadon Sancho hjá Manchester United muni skýrast eftir að Sir Jim Ratcliffe hefur störf hjá félaginu. Mirror fjallar um málið.

Ratcliffe er að eignast 25% hlut í United en ekki er ljóst hvenær það fer í gegn. Mun hann taka yfir fótboltahlið reksturs félagsins.

Sancho á í stríði við stjórann Erik ten Hag og er algjörlega úti í kuldanum. Hann fær ekki að koma nálægt aðalliðinu.

Dagar Sancho á Old Trafford eru líklega taldir og hefur hann verið sterklega orðaður við Juventus og einnig sitt gamla félag Dortmund.

Sancho kostaði United 73 milljónir punda þegar hann kom frá Dortmund 2021 og því er talið að Ratcliffe vilji skoða hugsanlegar lausnir áður en félagið losar svo rándýra fjárfestingu á tombóluverði.

Þrátt fyrir þetta er talið líklegast að Sancho hafi spilað sinn síðasta leik fyrir United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Báðir aðilar vonast til að skipti Rashford gangi upp

Báðir aðilar vonast til að skipti Rashford gangi upp
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar á toppinn

Besta deildin: Víkingar á toppinn
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029
433Sport
Í gær

Fabregas eða Ten Hag?

Fabregas eða Ten Hag?