fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Framtíð Sancho skýrist þegar nýi maðurinn mætir á svæðið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talið að framtíð Jadon Sancho hjá Manchester United muni skýrast eftir að Sir Jim Ratcliffe hefur störf hjá félaginu. Mirror fjallar um málið.

Ratcliffe er að eignast 25% hlut í United en ekki er ljóst hvenær það fer í gegn. Mun hann taka yfir fótboltahlið reksturs félagsins.

Sancho á í stríði við stjórann Erik ten Hag og er algjörlega úti í kuldanum. Hann fær ekki að koma nálægt aðalliðinu.

Dagar Sancho á Old Trafford eru líklega taldir og hefur hann verið sterklega orðaður við Juventus og einnig sitt gamla félag Dortmund.

Sancho kostaði United 73 milljónir punda þegar hann kom frá Dortmund 2021 og því er talið að Ratcliffe vilji skoða hugsanlegar lausnir áður en félagið losar svo rándýra fjárfestingu á tombóluverði.

Þrátt fyrir þetta er talið líklegast að Sancho hafi spilað sinn síðasta leik fyrir United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona