fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Varpar fram áhugaverðri kenningu um framtíð Arons Einars – „Ég las þann leikþátt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. nóvember 2023 10:30

Aron Einar heimsótti Gylfa Þór á dögunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enn óljóst hvert næsta skref landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar verður á ferlinum.

Aron er á mála hjá Al Arabi en hefur ekkert spilað undanfarna mánuði. Hann er að öllum líkindum á leið frá félaginu á láni og er talið líklegt að það verði í annað félag í Katar.

Málið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Þar vakti Jóhann Skúli Jónsson athygli á því að Aron hafi heimsótt Gylfa Þór Sigurðsson fyrir nýafstaðinn landsleikjaglugga. Gylfi er auðvitað á mála hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.

„Erum við ekki að treysta á það að félagi okkar rétt fyrir utan Kaupmannahöfn, Freyr Alexandersson (þjálfari Lyngby), sé bara að fara að sækja hann í Lyngby?“ spurði Jóhann í þættinum.

„Ég las þann leikþátt,“ sagði hann enn fremur um heimsókn Arons til Gylfa.

Þrátt fyrir að vera ekki að spila í Katar var Aron í landsliðshópi Íslands sem mætti Slóvakíu og Portúgal nú í landsleikjaglugganum. Hann lék um hálftíma gegn Slóvökum en var ekki með gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“