fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Varpar fram áhugaverðri kenningu um framtíð Arons Einars – „Ég las þann leikþátt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. nóvember 2023 10:30

Aron Einar heimsótti Gylfa Þór á dögunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enn óljóst hvert næsta skref landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar verður á ferlinum.

Aron er á mála hjá Al Arabi en hefur ekkert spilað undanfarna mánuði. Hann er að öllum líkindum á leið frá félaginu á láni og er talið líklegt að það verði í annað félag í Katar.

Málið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Þar vakti Jóhann Skúli Jónsson athygli á því að Aron hafi heimsótt Gylfa Þór Sigurðsson fyrir nýafstaðinn landsleikjaglugga. Gylfi er auðvitað á mála hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.

„Erum við ekki að treysta á það að félagi okkar rétt fyrir utan Kaupmannahöfn, Freyr Alexandersson (þjálfari Lyngby), sé bara að fara að sækja hann í Lyngby?“ spurði Jóhann í þættinum.

„Ég las þann leikþátt,“ sagði hann enn fremur um heimsókn Arons til Gylfa.

Þrátt fyrir að vera ekki að spila í Katar var Aron í landsliðshópi Íslands sem mætti Slóvakíu og Portúgal nú í landsleikjaglugganum. Hann lék um hálftíma gegn Slóvökum en var ekki með gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“