Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, var alls ekki sáttur á fundi sem átti sér stað í gær á milli þjálfara La Liga og dómarasambands Spánar.
Ancelotti var hundfúll eftir þennan fund en samband á milli þjálfara og dómara á Spáni hefur verið ansi slæmt í dágóðan gíma.
Reynt var að finna lausn á þessum umtalaða fundi en Ancelotti var þar mættur ásamt kollegum sínum úr spænsku deildinni.
,,Þetta var hrikalegt. Þeir sýna þjálfurum engan skilning,“ er haft eftir Ancelotti í spænskum miðlum.
Ítalinn vill að dómarar sýni reiði þjálfara meiri skilning en dómgæslan í deildinni á tímabilinu hefur svo sannarlega ekki verið upp á tíu.