Ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti segir að sádiarabíska deildin horfi til Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, sem næstu stórstjörnu inn um dyrnar.
Fjöldi stjarna hefur farið til Sádí undanfarna mánuði í leit að stærri launaseðli.
Galetti segir að opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, sem á stærstu félög deildarinnar, horfi til Fernandes og að áhugi sé á að hann gangi til liðs við eitt af þeim.
Ljóst er að Fernandes gæti fengið ansi vel borgað í Sádí en þá yrði kaupverðið ekki lágt. Samningur Fernandes, sem hefur verið hjá United síðan í janúar 2020, rennur ekki út fyrr en sumarið 2026.