Það kom aldrei til greina fyrir fyrrum knattspyrnumanninn Gareth Bale að spila fyrir Arsenal þó að tilboð hafi borist frá félaginu.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ku hafa sýnt Bale áhuga en hann gerði garðinn frægan með Tottenham og Real Madrid.
Bale hefur lagt skóna á hilluna eftir stutta dvöl í Bandaríkjunum en hann hafði aldrei áhuga á að semja við þá rauðklæddu í London.
,,Nei, aldrei, ómögulegt,“ var svar Bale er hann var spurður að því hvort hann hafi íhugað að leika fyrir Arsenal.
Myndband af þessu má sjá hér.
How did @GarethBale11 respond when asked… Would you have ever played for Arsenal?
Gareth’s appearance on brand new #ALOTO is available On Demand now!#THFC #AFC pic.twitter.com/FVDnZUxUC6
— A League of Their Own (@ALOTO) October 27, 2023