Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Lyngby í fyrsta sinn í kvöld. Liðið heimsækir Midtjylland.
Gylfi sneri aftur á völlinn í september með Lynbgy en hefur hingað til komið inn á sem varamaður í leikjum. Hann byrjaði síðasta landsleik með Íslandi og er nú í byrjunarliði Lyngby.
Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen eru einnig í byrjunarliði Lyngby.
Sverrir Ingi Ingason er þá með fyrirliðabandið hjá Midtjylland í leiknum og því um alvöru Íslendingaslag að ræða.
Midtjylland er í fimmta sæti deildarinnar en Lyngby því sjöunda.
Leikurinn hefst klukkan 17.
DAGENS KONGEBLÅ STARTOPSTILLING 💙
Gylfi Sigurdsson får sin første plads i startopstillingen, imens også Pascal Gregor er tilbage blandt de startende 11 💪🏻
Kom så, De Kongeblå 🔥
Startopstillingen præsenteres af https://t.co/IvCJSH27M5!#SammenForLyngby pic.twitter.com/qpMWZYirzp
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) October 27, 2023
Vores 𝗫𝗜 mod Lyngby 👊#FCMLBK
— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) October 27, 2023