Það kemur mörgum á óvart að heyra það að markmaðurinn Matt Turner hafi ekki byrjað að spila fótbolta fyrr en hann varð 16 ára gamall.
Turner greinir sjálfur frá þessu en hann er 29 ára gamall í dag og er markmaður Nottingham Forest.
Turner er frá Bandaríkjunum og spilar með landsliðinu en hann var keyptur til Arsenal á sínum tíma.
,,Það var ekki fyrr en á HM 2010 þar sem ég varð ástfanginn af leiknum. Það er augljóslega gríðarlega seint, að vera 16 ára gamall og byrja þá,“ sagði Turner.
,,Ég skildi ekki neitt leikskipulag eða tækni svo það eina sem ég gat gert var að spila í markinu.“
,,Ég spilaði hafnabolta, amerískan fótbolta og körfubolta, það voru mínar íþróttir á yngri árum.“