Heimsmeistarinn Alejandro Gomez gæti verið að leggja skóna á hilluna 35 ára gamall en hann er í dag leikmaður Monza.
Gomez er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Atalanta á Ítalíu en hann lék með liðinu í sjö ár frá 2014 til 2021.
Hann samdi síðar við Sevilla og lék þar í tvö ár og gerði svo samning við Monza á þessu ári.
Gomez hefur nú verið dæmdur í tveggja ára bann fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi og eru líkur á að skórnir séu komnir á hilluna.
Athygli vekur að Gomez kennir hóstasafti barna sinna um að hafa fallið á prófinu og segist hafa drukkið magn af því er hann átti erfitt með svefn.
Engar líkur eru á því að sú afsökun hafi áhrif á bannið og eru því töluverðar líkur á að Gomez sé búinn að segja sitt síðasta í boltanum.