Rute Cardoso, eiginkona Diogo Jota leikmanns Liverpool, var allt annað en sátt með dómgæsluna í leik liðsins gegn Tottenham um helgina.
Dómgæslan hefur mikið verið á milli tannanna á fólki. Tveir leikmenn Liverpool, þar á meðal Jota, fengu rautt spjald í leiknum. Jota fékk tvö gul spjöld og það fyrra var ansi umdeilt.
Þá var fullkomlega löglegt mark dæmt af Liverpool vegna rangstöðu.
„Leiknum var hagrætt (e. rigged game),“ skrifaði Cardoso á samfélagsmiðla.
Setti hún einnig trúða-emoji við myndband af fyrra gula spjaldinu sem Jota fékk eftir litla sem enga snertingu við Destiny Udogie.
Dómarasamtökin á Englandi hafa viðurkennt mistök í markinu sem var dæmt af Liverpool en stuðningsmenn Liverpool eru vægast sagt brjálaðir.