fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

„Við getum bara kennt okkur sjálfum um“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. október 2023 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Ingi Ingason var með fyrirliðaband Íslands sem gerði 1-1 jafntefli við Lúxemborg í kvöld í undankeppni EM 2024.

Úrslitin voru svekkjandi en Ísland var mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi 1-0 eftir hann.

„Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik, fórum hátt á þá og vorum að vinna boltann á góðum stöðum, vorum að skapa okkur 3-4 mjög góð færi til að klára leikinn,“ sagði Sverrir við 433.is eftir leik.

Lúxemborg jafnaði í upphafi seinni hálfleiks.

„Þetta er bara lélegt og við eigum ekki að fá á okkur svona mörk. Við getum kennt sjálfum okkur um.

Þetta er svipað og með Slóvakíuleikinn í sumar þar sem við eigum að vera með 2-3 marka forystu í hálfleik. Við þurfum að geta sett saman tvo góða hálfleik.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er