Manchester United er með leikmenn sína í kennslu hvernig á að viðhalda heilbrigðu sambandi við maka sinn og hvernig á að haga sér.
Ástæðan eru mál Mason Greenwood og Antony sem báðir eru sakaðir um að hafa beitt maka sína grófu ofbeldi.
Greenwood var undir rannsókn lögreglu en mál hans var fellt niður fyrr á þessu ári, Antony er nú undir rannsókn lögreglu vegna ásakana frá fyrrum kærustu hans.
Segir í fréttum enskra blaða að starfsmenn hjá félaginu leiti nú að nýju starfi vegna þess hvernig félagið tæklaði þetta mál.
Richard Arnold, stjórnarformaður United hefur sagt starfsmönnum að hann hafi lært mikið af máli Mason Greenwood og að félagið muni vanda sig betur í framtíðinni að tækla svona mál ef þau koma upp.