Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum og að þessu sinni var gestur þeirra tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko.
Patrik er stuðningsmaður Manchester United og er auðvitað ekki hrifinn af stöðu liðsins. Hann gagnrýnir þá nokkra leikmenn liðsins. Meðal annars telur hann að Jadon Sancho, sem hefur verið úti í kuldanum undanfarið, sé ekki að hugsa nógu vel um sig.
„Í dag er þetta bara þannig að þú verður að vera í standi,“ sagði Patrik.
Hann kom einnig inn á fleiri leikmenn.
„Eins og tíkamstjáningin hjá Rashford. Hver heldurðu að þú sért? Ég þoli ekki svona.“
Umræðan í heild er í spilaranum.