Ramus Hojlund er svipaður leikmaður og Ruud van Nistelrooy ef marka má hinn magnaða Paul Scholes sem er hrifin af danska framherjanum.
Manchester United fór illa að ráði sínu gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær á Old Trafford. Rasmus Hojlund kom þeim yfir á 17. mínútu áður en Wilfried Zaha jafnaði fyrir Gala. Hojlund skoraði svo á ný áður en Tyrkirnir sneru taflinu sér í vil og fóru með óvæntan 2-3 sigur af hólmi.
„Þú er yfirleitt mjög svekktur eftir tapleik en ég sá. hluti í liðinu sem ég er mjög spenntur fyrir. Hojlund með sín tvö mörk,“ sagði Scoles.
„Hann gerði frábærlega í báðum mörkum, ég elskaði seinna markið. Hann gaf varnarmanninum aldrei séns, hann var rólegur.“
„Ég hugsaði með mér að það væri Van Nistelrooy í honum.“
Danski framherjinn var keyptur frá Atalanta í sumar fyrir mikla peninga en hefur farið vel af stað í slöku United liði.