Íslenska karlalandsliðið tekur á móti Liechtenstein á Laugardalsvelli mánudaginn 16. október klukkan 18:45. Miðasala á leikinn er hafin.
Um er að ræða leik í undankeppni EM 2024. Strákarnir okkar eru með bakið upp við vegg eftir erfiða byrjun í undanriðlinum en eiga enn veika von á að fara upp úr honum.
Miðasala hófst nú í hádeginu og má nálgast miða hér.
Þremur dögum áður mætir íslenska liðið Lúxemborg og miða á þann leik á nálgast hér.