fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Magnús Már eftir tapið: ,,Til hamingju Vestri“

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. september 2023 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur í kvöld eftir leik við Vestra í kvöld.

Um var að ræða úrslitaleik Lengjudeildarinnar um hvort liðið kæmist í Bestu deildina að ári – Afturelding tapaði viðureigninni 1-0 eftir framlengingu.

Magnús var auðmjúkur í leikslok og óskaði Vestra til hamingju með sigurinn en vildi meira frá sínum mönnum á sama tíma.

,,Þetta er mjög súr tilfinning, við gerðum ekki nóg. Við vorum ekki nógu góðir því miður og því fór sem fór. Þetta ræðst á smáatriðum og þeir skora eitt mark og ég óska þeim til hamingju. Þetta er vel gert hjá þeim, hörkulið að sjálfsögðu og til hamingju Vestri,“ sagði Magnús.

,,Þeir eru mjög þéttir varnarlega og eru með besta varnarlið deildarinnar og við náðum ekki að spila nógu hratt og spila af nógu miklum krafti og því miður fór sem fór.“

,,Strákarnir fá frábæra reynslu að spila fyrir framan þrjú þúsund manns, fáir hafa gert það í mínu liði og mér finnst þetta fyrirkomulag allt í lagi. Við viljum koma hingað aftur á næsta ári eða þá vinna deildina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl