Manchester United er víst búið að finna arftaka Jadon Sancho sem virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá félaginu.
Sancho er ekki vinsæll hjá Erik ten Hag, stjóra Man Utd, og gæti vel verið á förum frá liðinu í janúar.
Calciomercato fullyrðir það að Man Utd sé reiðubúið að borga 52 milljónir punda fyrir Federico Chiesa.
Um er að ræða ítalskan landsliðsmann sem spilar með Juventus en gæti fengið verulega launahækkun í Manchester.
Chiesa þénar 80 þúsund pund hjá Juventus en gæti fengið allt að 180 þúsund pund á viku á Old Trafford.