Dean Martin hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍA. Félagið greindi frá þessu fyrir skömmu.
Dean hefur verið með Selfoss undanfarin fimm ár en eftir fall úr Lengjudeildinni fyrr í mánuðinum kvaddi hann liðið.
Nú er hann tekinn við sem aðstoðarþjálfari hjá ÍA með áherslu á styrktarþjálfun og þróun ungra leikmanna.
Verður hann Jóni Þóri Haukssyni aðalþjálfara til halds og trausts en ÍA verður auðvitað nýliði í Bestu deildinni að ári.
Tilkynning ÍA
Dean Martin hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla með áherslu á styrktarþjálfun og þróun ungra leikmanna.
Dean hefur mikla reynslu bæði sem þjálfari og leikmaður. Dean hefur spilað 169 leiki fyrir ÍA og skorað 20 mörk en einnig á hann fjölda leikja með öðrum liðum innanlands og erlendis.
Dean er með UEFA Pro og er með BSc gráðu í Íþróttarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur komið að þjálfun hjá KA, Breiðablik U19, ÍA, ÍBV og HK og Selfoss þar sem hann var síðast. Dean hefur einnig komið að þjálfun yngri liða landsliðsins.
Við gríðarlega ánægð með að hafa fengið jafn reynslumikinn þjálfara inn í þjálfarareymið okkar
Áfram ÍA
Dean Martin hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla með áherslu á styrktarþjálfun og þróun ungra leikmanna 🤝
Dean hefur mikla reynslu bæði sem þjálfari og leikmaður. Dean hefur spilað 169 leiki fyrir ÍA og skorað 20 mörk en einnig á hann fjölda leikja með… pic.twitter.com/OoqJsawqHN
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) September 29, 2023