KA 2 – 1 ÍBV
1-0 Jóan Símun Edmundsson(’19)
1-1 Jón Ingason(’22)
2-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson(’54, víti)
KA er búið að tryggja sér toppsætið í neðri hluta Bestu deildar karla eftir leik við ÍBV í kvöld.
ÍBV var það lið sem þurfti aðallega á sigri að halda en Eyjamenn eru í fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.
KA vann þessa viðureign 2-1 á Akureyri en Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu.
Jóan Símun Edmundsson komst einnig á blað en hann hefur komið sterkur inn í lið KA á þessu tímabili.