Joao Cancelo viðurkennir að hann sé að taka mikla áhættu með því að ganga í raðir Barcelona frá Manchester City.
Um er að ræða 29 ára gamlan bakvörð sem var um tíma talinn einn sá besti í heimi í sinni stöðu.
Pep Guardiola, stjóri Man City, hafði ekki not fyrir Cancelo í framtíðinni en hann var lánaður til Bayern Munchen í fyrra.
Portúgalinn er ekki sár eftir brottförina og þakkar bæði Pep sem og liðsfélögum sínum fyrir tíma þeirra saman í Manchester.
,,Auðvitað var þetta mikil áhætta en ég hef alltaf tekið áhættur í mínu lífi,“ sagði Cancelo sem var lánaður til Spánar en mun líklega ekki spila aftur fyrir Englandsmeistarana.
,,Ég er búinn að upplifa bestu tíma ferilsins hjá Manchester City, ég var valinn í lið ársins hjá FIFA sem var draumur fyrir mig.“
,,Ég þakka liðinu, starfsfólkinu og Pep fyrir það. Þetta er hópur sem sdtendur saman og það er hægt að sjá það mjög augljóslega.“