Forráðamenn FC Bayern eru alveg að fá nóg af Thomas Tuchel og eru byrjaðir að skoða arftaka hans.
Bild í Þýskalandi segir frá því að forráðamenn Bayern séu búnir að skoða Xabi Alonso sem kost.
Er hann sagður vera kostur númer eitt en hann hefur unnið gott starf með Bayer Leverkusen.
Tuchel hefur verið með stæla undanfarið sem fara ekki vel í forráðamenn Bayern.
Tuchel hefur stýrt Bayern í tæpt ár en forráðamenn Bayern hafa litla þolinmæði og skoða nú Alonso sem kost.
Alonso þekkir vel til Bayern en hann var þar sem leikmaður og átti góða tíma.