fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Vont tap Íslands gegn Lúxemborg

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 8. september 2023 20:43

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir Strákana okkar sem fengu á sig víti á 8. mínútu eftir klaufagang Harðar Björgvins Magnússonar og Rúnars Alex Rúnarssonar. Maxime Chanot fór á punktinn og skoraði.

Fyrri hálfleikur var skelfilegur hjá íslenska liðinu og ekki skánuðu hlutirnir mikið í þeim seinni.

Yvandro Borges Sanches tvöfaldaði forystu Lúxemborgar á 70. mínútu eftir slæm mistök Guðlaugar Victors Pálssonar.

Vont varð verra því skömmu síðar fékk Hörður Björgvin sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Hákon Arnar Haraldsson minnkaði muninn fyrir Ísland á 88. mínútu leiksins og liðið fékk von á ný.

Sú von varð hins vegar úti strax í næstu sókn þegar Danel Sinani kom Lúxemborg í 3-1. Það urðu lokatölur.

Ísland er því enn með þrjú stig í riðlinum eftir fimm leiki og vonin um að fara á EM í gegnum undankeppnina ansi veik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gefur í skyn að hann hafi íhugað sjálfsvíg í svakalegu viðtali – „Ég var á 25. hæð á hótelinu og horfði út um gluggann“

Gefur í skyn að hann hafi íhugað sjálfsvíg í svakalegu viðtali – „Ég var á 25. hæð á hótelinu og horfði út um gluggann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnufélag staðfestir að leikmaður þess hafi látið lífið í árásinni á Bondi-strönd – „Hæfileikaríkur og vinsæll“

Knattspyrnufélag staðfestir að leikmaður þess hafi látið lífið í árásinni á Bondi-strönd – „Hæfileikaríkur og vinsæll“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum eigandinn reiður og vill að Daninn verði rekinn – Er klár með nafn í staðinn

Fyrrum eigandinn reiður og vill að Daninn verði rekinn – Er klár með nafn í staðinn
433Sport
Í gær

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar
433Sport
Í gær

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu
433Sport
Í gær

Munu ekki reyna við Greenwood vegna fortíðar hans

Munu ekki reyna við Greenwood vegna fortíðar hans
433Sport
Í gær

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“