Arnór Ingvi Traustason miðjumaður IFK Norköpping í Svíþjóð var besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar í ágúst.
Frá þessu var greint í dag en Arnór Ingvi hefur átt afar góðu gengi að fagna á þessu tímabili.
Arnór Ingvi snéri aftur til Svíþjóðar á síðasta ári eftir dvöl í Bandaríkjunum.
Hann hafði áður leikið með Malmö og Norköpping í landinu.
Búist er við að Arnór Ingvi verði í byrjunarliði Íslands síðar í dag þegar liðið mætir Lúxemborg í undankeppni Evrópumótsins.