fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Verður Sancho seldur í kvöld?

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. september 2023 08:12

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho á í stríði við Erik ten Hag, stjóra Manchester United eftir að hann var ekki valinn í hóp liðsins um helgina.

Englendingurinn ungi var ekki valinn í hópinn í tapi gegn Arsenal og eftir leik sagði Ten Hag það vera vegna frammistöðu hans á æfingum.

Sancho svaraði fyrir sig fullum hálsi og sagði þetta ekki rétt.

Ljóst er Sancho er úti í kuldanum þessa stundina. Enska götublaðið The Sun tók saman fimm möguleika sem eru í stöðunni fyrir kappann.

Möguleikarnir sem eru nefndir eru að berjast fyrir sæti sínu, sitja á launum sínum út tímabilið án þess að spila, spila fyrir U21 árs liðið, rifta samningi sínum eða vera seldur annað.

Þar er bent á að félagaskiptagluggar Tyrklands og Sádi-Arabíu eru enn opnir.

Vilji leikmaðurinn elta fjöldann allan af stjörnum til Sádí verður hann hins vegar að hafa hraðar hendur. Glugginn þar lokar nefnilega í kvöld.

Glugginn í Tyrklandi er opinn fram í miðjan mánuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur