Jadon Sancho á í stríði við Erik ten Hag, stjóra Manchester United eftir að hann var ekki valinn í hóp liðsins um helgina.
Englendingurinn ungi var ekki valinn í hópinn í tapi gegn Arsenal og eftir leik sagði Ten Hag það vera vegna frammistöðu hans á æfingum.
Sancho svaraði fyrir sig fullum hálsi og sagði þetta ekki rétt.
Ljóst er Sancho er úti í kuldanum þessa stundina. Enska götublaðið The Sun tók saman fimm möguleika sem eru í stöðunni fyrir kappann.
Möguleikarnir sem eru nefndir eru að berjast fyrir sæti sínu, sitja á launum sínum út tímabilið án þess að spila, spila fyrir U21 árs liðið, rifta samningi sínum eða vera seldur annað.
Þar er bent á að félagaskiptagluggar Tyrklands og Sádi-Arabíu eru enn opnir.
Vilji leikmaðurinn elta fjöldann allan af stjörnum til Sádí verður hann hins vegar að hafa hraðar hendur. Glugginn þar lokar nefnilega í kvöld.
Glugginn í Tyrklandi er opinn fram í miðjan mánuð.