Eric Dier hefur farið á fund með Daniel Levy stjórnarformanni, Tottenham til að ræða stöðu sína hjá félaginu sem virðist ekki góð.
Dier er á bömmer enda stefnir í það að hann spili lítið sem ekkert á þessu tímabili.
Dier hefur ekki komist í leikmannahóp Tottenham í fyrstu fimm leikjum tímabilsins, hvort sem um sé að ræða deildarleik eða deildarbikar.
Ange Postecoglou, nýr stjóri Spurs hefur ekki miklar mætur á Dier og hafði áhuga á að selja hann í sumar en það tókst ekki.
Dier er 29 ára gamall en fundur hans með Levy er sagður hafa verið góður enda hafa þeir átt gott samstarf hjá Spurs í gegnum árin.