Al Ittihad í Sádi-Arabíu vill enn fá Mohamed Salah til liðs við sig en það virðist æ ólíklegra að það takist. Mirror greinir frá stöðu mála.
Glugginn í Sádí lokar annað kvöld og þarf Al Ittihad að yfirstíga margar hindranir til að klófesta Salah.
Liverpool hefur hingað til staðið fast á sínu. Félagið vill ekki selja Salah og hefur þegar hafnað 150 milljóna punda tilboði.
Þá hefur umboðsmaður Salah haldið því fram að Salah vilji halda kyrru fyrir sem stendur.
Takist Al Ittihad að snúa við Liverpool og Salah þarf félagið þá að fá grænt ljós frá sádiarabísku deildinni.
Undanfarna daga hefur verið talað um að Al Ittihad gæti boðið yfir 200 milljónir punda í Salah. Það verður afar athyglisvert að sjá hvað gerist.