Nayef Aguerd, leikmaður West Ham, mun ekki fara til Al Ittihad eins og talið var.
Háværir orðrómar hafa verið á kreiki um að miðvörðurinn myndi slást í hóp leikmanna sem elta peningana til Sádi-Arabíu í sumar en miðað við nýjustu fréttir verður ekkert af því.
West Ham hefur hafnað fjölda tilboða í Aguerd í sumar en kapppinn er sagður afar ánægður hjá félaginu.
Aguerd hefur byrjað þrjá af fjórum leikjum West Ham í ensku úrvalsdeildinni en hann var í banni í þarsíðasta leik.
Nayef Aguerd & Saudi won’t happen now — Nayef, very happy at West Ham and West Ham are very happy with him also 🛠️🇲🇦 #WHUFC
West Ham have already rejected several offers this summer — considering him as top centre back. pic.twitter.com/wsOSOilAnO
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 6, 2023