West Ham ætlar að leggja fram tilboð til Jesse Lingard sem er án félags en hann hefur verið án félags í allt sumar.
Lingard hafnaði West Ham fyrir ári síðan en hann fékk þá svakalegt tilboð frá Nottingham Forest.
Hjá Nottingham gengu hlutirnir ekki upp og Lingard fór eftir aðeins eitt ár.
Lingard var á láni hjá West Ham árið 2021 þar sem hann skoraði níu mörk í 16 leikjum og átti afar góðu gengi að fagna.
David Moyes vill bjóða honum samning og eru allar líkur á að Lingard skrifi undir á næstu dögum.