Forráðamenn Getafe virðast ansi sáttir með að hafa krækt í Mason Greenwood á lokadegi félagaskiptagluggans. Greenwood kom til Spánar í gær og hefur æfingar með Getafe í dag.
👋🏻 𝗛𝗢𝗟𝗔, 𝗔𝗭𝗨𝗟𝗢𝗡𝗘𝗦!
🫶 @masongreenwood 💙 pic.twitter.com/6LQozQA6xc
— Getafe C.F. (@GetafeCF) September 4, 2023
Greenwood hefur ekki spilað fótbolta í 18 mánuði eftir að hafa verið sakaður um mjög gróft ofbeldi í nánu sambandi.
Málið var hins vegar fellt niður í byrjun árs en lögregla sagði ný sönnunargögn og framburð vitna hafa orðið til þess.
⚡️ La azulona de @masongreenwood 𝗬𝗔 𝗘𝗦𝗧𝗔́ 𝗟𝗜𝗦𝗧𝗔!
🫶 1️⃣2️⃣ 🫶 pic.twitter.com/H9EPogOnqK
— Getafe C.F. (@GetafeCF) September 4, 2023
Manchester United hefur hins vegar ekki viljað leyfa Greenwood að æfa eða spila með félaginu en haldið áfram að borga honum laun.
Greenwood mun í vetur spila á Spáni en United lánaði hann þangað. Ensk blöð segja að hann láti sig dreyma um endurkomu til Manchester United.
¡𝗠𝗔𝗦𝗢𝗡 𝗚𝗥𝗘𝗘𝗡𝗪𝗢𝗢𝗗 𝗬𝗔 𝗘𝗦𝗧𝗔́ 𝗔𝗤𝗨𝗜́!
💙1️⃣2️⃣💙 pic.twitter.com/rJDgEq36xU
— Getafe C.F. (@GetafeCF) September 4, 2023