Georginio Wijnaldum er orðinn leikmaður Al Ettifaq í Sádi Arabíu og kemur til félagsins frá Paris Saint-Germain.
Wijnaldum er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en hann lék með Roma á síðustu leiktíð á láni frá franska stórliðinu.
Wijnaldum gerir þriggja ára samning við Al Ettifaq sem er þjálfað af Steven Gerrard, fyrrum leikmanni Liverpool.
Einnig mun Wijnaldum spila með fyrrum liðsfélaga sínum Jordan Henderson sem hélt til landsins í sumar.
Wijnaldum er 32 ára gamall en hann á einnig að baki 90 landsleiki fyrir Holland.