Real Madrid 2 – 1 Getafe
0-1 Borja Mayoral
1-1 Joselu
2-1 Jude Bellingham
Jude Bellingham var hetja Real Madrid í dag sem mætti Getafe í spænsku úrvalsdeildinni.
Bellingham getur ekki hætt að skora fyrir sitt nýja félag en hann gekk í raðir liðsins í sumar frá Dortmund.
Englendingurinn var hetja sinna manna á Santiago Bernabeu og skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
Hann hefur nú skorað fimm mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum fyrir Real.