Manchester United er farið að skoða það að reyna að fá Sergio Reguilon bakvörð Tottenham nú þegar leit félagsins heldur áfram.
Luke Shaw er alvarlega meiddur og spilar ekkert næstu mánuðina.
Bakvörðurinn hefur átt fast sæti í liðinu undir stjórn Erik ten Hag en Tyrrel Malacia er einnig meiddur.
United hefur rætt við Chelsea um að fá Marc Cucurella á láni en hann lék með Chelsea í deildarbikarnum í gær. Það samtal er þó enn opið.
United er byrjað að ræða við Spurs samkvæmt the Atletic. Þá er United einnig að reyna að sannfæra Fiorentina um að leyfa Sofyan Amrabat að ganga í raðir félagsins.