Lionel Messi hefur spilað frábærlega með Inter Miami í MLS deildinni en hann er þó lítið fyrir því að fara eftir settum reglum.
Messi hefur skorað 11 mörk í tíu leikjum fyrir Miami og vilja fjölmiðlar ólmir ræða við hann.
Messi hefur hins vegar í tvígang ekki farið eftir reglum MLS deildarinnar sem gerir þá kröfu að allir leikmenn séu til viðtals eftir leiki.
Eftir sigur á New York Red Bulls í fyrsta leik sagði Miami að Messi myndi ekki mæta og ræða við fréttamenn.
Eftir markalaust jafntefli gegn Nashville í nótt mætti kappann svo ekki til að ræða við fjölmiðla en engar útskýringar voru á því.
MLS deildin gerir kröfu á leikmenn deildarinnar að gefa sér tíma til að ræða við fjölmiðla sé þess óskað.