Gabri Veiga gekk á dögunum í raðir Al Ahli frá Celta Vigo. Skiptin þykja umdeilt.
Veiga er aðeins 21 árs gamall og var orðaður við stærstu félög Evrópu. Var hann þá nálægt því að semja við Napoli.
Al Ahli stökk hins vegar inn á síðustu stundu og er leikmaðurinn farinn til Sádi-Arabíu. Hann er keyptur á 40 milljónir evra.
Marca segir þá frá því að á þriggja ára samningi mun Veiga þéna 30 milljónir evra. Það eru meira en fjórir milljarðar íslenskra króna. Veiga tuttugufaldar laun sín hjá Celta Vigo.
Þó samdi Veiga þannig að Al Ahli muni ekki standa í vegi hans vilji hann fara annað á tíma sínum í Sádí.
Hjá Al Ahli hittir Veiga fyrir menn á borð við Riyad Mahrez, Roberto Firmino, Allan Saint-Maximin, Franck Kessi, Roger Ibanez, Merih Demiral og Edouard Mendy.