Marc Cucurella gæti óvænt verið á förum frá Chelsea aðeins ári eftir að hafa gengið í raðir félagsins.
Cucurella kom til Chelsea frá Brighton á síðasta ári og kostaði liðið 65 milljónir punda.
Spánverjinn hefur ekki heillað á Stamford Bridge og er Manchester United nú að skoða það að fá leikmanninn lánaðan.
Man Utd er á eftir bakverði fyrir lok gluggans en Luke Shaw, vinstri bakvörður liðsins, verður frá í langan tíma.
Cucurella er 25 ára gamall og stóð sig vel með Brighton en hlutirnir hafa ekki gengið upp hjá Chelsea.