Manchester United hefur hafnað stærsta tilboði sögunnar í markvörð í kvennaboltanum, félagið vill ekki selja Mary Earps.
Earps var frábær á HM kvenna sem er nýlokið en enska liðið tapaði þar í úrslitaleik.
Earps á ár eftir af samningi sínum en félagið vill halda henni og bjóða henni nýjan og betri samning.
United hefur styrkt lið sitt í sumar og er hugur í félaginu að sækja til sigurs í kvennaboltanum.
United endaði í öðru sæti á síðustu leiktíð þar sem Earps átti frábæru gengi að fagna, ekki kemur fram frá hvaða félagi tilboðið kom.