Manchester United og FC Bayern eru bæði að skoða það að gera tilboð í Marco Verratti miðjumann PSG sem er til sölu.
Verratti er til sölu fyrir 51 milljón punda ef marka má franska fjölmiðla í dag.
L’Equipe fjallar um málið en Verratti er þrítugur og hefur verið hjá PSG í ellefu ár.
Miðjumaðurinn frá Ítalíu hefur áhuga á að fara og var nálægt því að fara til Sádí Arabíu en það virðist ekki á borðinu eins og er.
Miðsvæði Manchester United er þunnskipað og Thomas Tuchel þjálfari Bayern vill ólmur fá inn miðjumann.