Alexis Sánchez er án félags eftir að samningur hans við Marseille rann út en hann var í eitt ár hjá franska félaginu.
Sanchez var áður í herbúðum Inter og nú eru ansi miklar líkur á því að hann snúi þangað aftur.
„Þjálfarinn vill fleiri leikmenn og Sanchez vill koma hingað,“ segir Giuseppe Marotta, stjórnarformaður Inter.
„Alexis hefur látð okkur vita að hann vilji ólmur koma aftur til Inter.“
Sanchez er 34 ára gamall sóknarmaður frá Síle en hann hefur meðal annars spilað fyrir Barcelona, Arsenal og Manchester United.