Afturelding er komið með þriggja stiga forystu í Lengjudeild karla eftir fjóra leiki sem fóru fram í dag.
Afturelding rétt svo marði lið Njarðvíkur 2-1 þar sem sigurmarkið var skorað undir lok leiksins.
ÍA er að berjast um toppsætið við Aftureldingu en missteig sig gegn Þrótt í leik sem lauk 1-1.
Selfoss og Þór gerðu þá 2-2 jafntefli og Leiknir tapaði heima gegn Vestra, 2-1.
Leiknir R. 1 – 2 Vestri
0-1 Benedikt V. Warén
1-1 Daníel Finns Matthíasson
1-2 Vladimir Tufegdzic
Njarðvík 1 – 2 Afturelding
0-1 Elmar Kári Enesson Cogic
1-1 Oumar Diouck(víti)
1-2 Ivo Alexandre Braz
Þróttur 1 – 1 ÍA
0-1 Albert Hafsteinsson
1-1 Jorgen Pettersen
Selfoss 2 – 2 Þór
0-1 Aron Ingi Magnússon
1-1 Gary Martin
2-1 Guðmundur Tyrfingsson
2-2 Aron Ingi Magnússon