Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Arsenal skellti sér í golf í vikunni í London en þar með í för voru fleiri leikmenn félagsins.
Með í för var Declan Rice miðjumaður félagsins sem er dýrasti leikmaður í sögu Arsenal, kostaði hann félagið 105 milljónir punda í sumar.
Rice er mikill áhugamaður um golf en Rúnar Alex er frambærilegur kylfingur.
Aaron Ramsdale markvörður liðsins var einnig með í golfinu en þar var eining varnarmaðurinn Rob Holding sem er með þykkt og gott hár.
Rúnar Alex var á láni í Tyrklandi í fyrra en óvíst er hver staða hans hjá félaginu er en ekki er útilokað að hann fari á láni í lok gluggans til að fá að spila.
📸 Aaron Ramsdale, Declan Rice, Rob Holding, and Alex Runar Runarsson golfing yesterday. #afc pic.twitter.com/Rex2jMVuaj
— DailyAFC (@DailyAFC) August 15, 2023