Nicolo Zaniolo er á leið til Aston Villa. Kappinn fer í læknisskoðun í dag.
Zaniolo kemur frá Galatasaray á láni og á Villa svo möguleika á að kaupa hann næsta sumar fyrir um 30 milljónir evra.
Ítalinn hefur aðeins verið hjá tyrkneska liðinu síðan í janúar en hann kom frá Roma.
Yfirmaður knattspyrnumála hjá Villa, Monchi, fékk Zaniolo til Roma er hann starfaði þar á sínum tíma.