Daniel Sturridge þreytti frumraun sína á Sky Sports í gær er hann fjallaði um leik Chelsea og Liverpool.
Leikurinn fór fram á Stamford Bridge. Luis Diaz kom gestunum frá Bítlaborginni yfir á 18. mínútu eftir stoðsendingu Mohamed Salah en Axel Diasi jafnaði fyrir Chelsea um 20 mínútum síðar.
Í tilefni að því að Sturridge væri að starfa á sínum fyrsta leik ákvað Micah Richards að fá hann til að taka lag í beinni á Sky Sports.
Sturridge tók Nice & Slow með Usher og stóð sig bara nokkuð vel.
Viðbrögð gömlu kempunnar Roy Keane við þessu hafa vakið mikla athygli en hann leyfði sér þó að brosa að þessu öllu saman.
Daniel Sturridge singing Usher on Super Sunday pic.twitter.com/87ncArcoPR
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 13, 2023