Það voru nokkrir Íslendingar sem gerðu flotta hluti í Evrópuboltanum í dag en það var nóg um að vera.
Mikael Neville Anderson var hetja AGF sem gerði 1-1 jafntefli við Silkeborg. Mikael tryggði jafntefli af vítapunktinum.
Silkeborg skoraði tvö mörk í uppbótartíma til að komast í 2-1 en á 102. mínútu jafnaði Mikael metin í rosalegum leik.
Ísak Andri Sigurgeirsson lagði upp mark fyrir lið Norrkoping sem vann 3-1 útisigur á Halmstad.
Arnór Ingvi Traustason og Ari Freyr Skúlason komu einnig við sögu hjá gestaliðinu.
Alfons Sampsted byrjaði í bakverðinum hjá Twente í Hollandi sem vann 4-1 sigur á Almere í fyrsta deildarleiknum.
Íslendingalið Sogndal tapaði 2-0 gegn Start en Óskar Borgþórsson, Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson spiluðu allir.