NFL goðsögnin Tom Brady hefur eignast hlut í enska knattspyrnufélaginu Birmingham.
Brady, sem er 46 ára gamall, verður formaður nýrrar ráðgjafanefndar innan félagsins og mun vinna náið með stjórn félagsins.
„Brady mun nýta leiðtogahæfileika sína og sérþekkingu víða innan félagsins,“ segir meðal annars í tilkynningu Birmingham.
Starf hans snýr þá að heilsu, næringu, endurheimtaráætlunum og fleiru innan félagsins. Einnig mun Brady hafa augun opin fyrir nýjum auglýsingasamningum og markaðsmöguleikum erlendis.
„Birmingham er sögufrægt félag með mikla ástríðu og það er mikill heiður fyrir mig að vera hér,“ segir Brady.
Welcome to the Blues family, @TomBrady! 💙 pic.twitter.com/ppPyLc6Zsf
— Birmingham City FC (@BCFC) August 3, 2023