Liverpool er að reyna að fá Amara Nallo, efnilegan leikmann West Ham.
Um er að ræða 16 ára gamlan miðvörð sem Liverpool hefur miklar mætur á. Sjá þeir hann sem leikmann fyrir framtíðina.
Viðræður eiga sér stað þessa dagana og gæti Nallo orðið leikmaður Liverpool á næstunni.
Nallo spilar fyrir U18 ára lið West Ham.