Wilfried Zaha mun ekki spila í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur líkt og undanfarin ár.
Zaha var mikilvægasti leikmaður Crystal Palace en hafnaði því að krota undir nýjan samning við félagið.
Þess í stað er Zaha genginn í raðir Galatasaray og gerir þriggja ára samning við félagið.
Um er að ræða mikinn missi fyrir bæði Palace og ensku deildina en Zaha hefur verið orðaður við brottför nánast hvert einasta ár.
Zaha skoraði 67 mörk í 275 deildarleikjum fyrir Palace frá 2015 til 2023.